16.09.1943
Neðri deild: 17. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 672 í B-deild Alþingistíðinda. (1105)

45. mál, hafnarbótasjóður

Finnur Jónsson:

Það er aðeins gott um þetta frv. að segja, þótt að vísu sé ætlazt til, að sjóðsins sé aflað með framlagi af tekjuafgangi ríkissjóðs eða leitað sé til framkvæmdasjóðs ríkisins. En ég vil aðeins spyrja hv. flm., hvort kaupstaðir landsins séu með vilja útilokaðir frá styrkveitingum úr þessum væntanlega sjóði. Í 1. gr. frv. stendur, að tilgangur sjóðsins sé að stuðla að bættum hafnar- og lendingarskilyrðum í kauptúnum og sjávarþorpum. Mér hefur skilizt, að ýmsir kaupstaðir ættu við erfið hafnarskil yrði að búa, t. d. Vestmannaeyjar og Akranes, og ætti hv. flm. að vera bezt kunnugt um það. Ég vildi því fyrir mitt leyti beina því til hv. flm., hvort þeir mundu ekki taka til greina brtt. við síðari umr., þess efnis, að kaupstaðirnir væru ekki útilokaðir frá styrk úr þessum sjóði.