29.11.1943
Efri deild: 57. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 754 í B-deild Alþingistíðinda. (1401)

170. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. — Þetta litla frv. er borið fram af allshn. Hér er um að ræða konu af íslenzkum ættum, sem er ráðgert, að fái á ný íslenzkan borgararétt, er hún missti við að giftast erlendum manni, sem hún nú er skilin við. Þetta var til athugunar á síðasta þingi, en þá var því slegið á frest, vegna þess að það lá enn ekki fyrir formleg umsókn frá konunni sjálfri, en hún liggur nú fyrir í skeyti frá íslenzku sendisveitinni í Kaupmannahöfn, og þykir því sjálfsagt að taka nú málið upp að nýju. Er þess óskað, að það fái greiðan framgang.