11.12.1943
Efri deild: 64. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (1677)

152. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Mér þykir mjög leitt, ef misskilningur hefur orðið milli mín og hv. þm. Mig minnir, að ekki hafi verið talað um annað en ekki væri búizt við fundi fyrr en á mánudag, en þegar fundur var ákveðinn í dag, talaði ég við hæstv. forseta um möguleika á því, að málið yrði tekið á dagskrá. Ég tel, að ekki komi til mála að synja um afbrigði fyrir brtt. þeirri, sem hv. þm. hefur boðað, burtséð frá því, hvort ég er með henni. eða móti. Ef ég hef minnzt á mánudag við hv. þm., sem ég þori ekki að fullyrða, þá er það eingöngu af því, að ég bjóst ekki við fundi á laugardag nú frekar en venjulega.