08.12.1943
Sameinað þing: 40. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í B-deild Alþingistíðinda. (174)

27. mál, fjárlög 1944

Garðar Þorsteinsson:

Ég hef farið fram á það við hv. frsm. fjvn., að hann leitaði þess við n., að loforð yrði gefið um hækkun eða framhald fjárveitingar til vatnsleitar í Grímsey. En hann treystist ekki til þess að lofa neinu, þótt hann játaði, að hann væri málinu hlynntur. Þess vegna vil ég leyfa mér að bera fram brtt. við brtt. fjvn. á þskj. 604, 5, a, þess efnis, að þær 10 þús. kr., sem veittar verði til að athuga, hvernig bæta megi úr vatnsskorti í Grímsey og til dælukaupa, verði fyrsta greiðsla af fjórum, — en það svarar til þess kostnaðar, sem Pálmi Einarsson ráðunautur telur, að af þessu hljóti að verða. Ef þetta loforð fæst, munum við þm. Eyf. sjá um, að fé fáist þegar til framkvæmdanna, þótt ríkissjóður greiði á 4 árum. Þetta er verk, sem má ekki dragast af heilbrigðisástæðum á læknislausum stað.