21.04.1943
Efri deild: 8. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 893 í B-deild Alþingistíðinda. (1835)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Það hefur verið útbýtt í dag allmikilli bók, sem er merkt sem þskj. á fyrra þ. Ég hef ekki heyrt, að forseti hafi lýst þessari útbýtingu. (Forseti: Þskj. er útbýtt í Sþ.). Ég vil spyrja hæstv. forseta, hvort beri að skoða þetta sem nægilega útbýtingu, og hvort þessa bók eigi að telja með þskj. eða ekki. Og hvernig stendur á, að prentun hefur tekið svo langan tíma, að skjalið er dags. 13/4, en sá, sem samdi það, hefur ekki verið lengur en dagpart að því, því að tilefnið til þess varð fyrir 13. apríl. Er ekki ástæða til að gera ráð fyrir, að prentun þskj. gangi betur hér eftir?