01.09.1943
Sameinað þing: 9. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 923 í B-deild Alþingistíðinda. (1924)

Dönum vottuð samúð

forseti (GSv):

Háttvirtir alþingismenn. Yður eru öllum kunnir þeir alvarlegu atburðir, sem undanfarna daga hafa gerzt með bræðraþjóð vorri, Dönum, og það ógnarástand; er nú ríkir í Danmörku. Ég hef í tilefni af þessu í dag farið á fund sendiherra Dana hér og vottað honum í nafni Alþingis hina innilegustu samúð vora og borið fram þær óskir vorar, að Danmörku og hinni dönsku þjóð mætti auðnast að sigrast á öllum aðsteðjandi erfiðleikum og þrengingum og öðlast sem allra fyrst aftur hið verðskuldaða frelsi og hinn þráða frið.

Ég vil biðja háttvirta alþingismenn að rísa úr sætum.