07.10.1943
Neðri deild: 28. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í C-deild Alþingistíðinda. (2240)

86. mál, Áfengisverzlun og Tóbakseinkasala

Fjmrh. (Björn Ólafsson) :

Herra forseti. Ég gat þess við umræðu um fjárlögin í vetur, að æskileg væri sameining þessara stofnana. Nú leggur ríkisstj. fram frv. þessu viðvíkjandi, þar eð hún telur, að sameining þeirra muni spara ríkissjóði mikið fé. Áfengisverzlunin mun bráðlega þurfa á nýju húsnæði að halda, og þegar hafizt yrði handa um byggingu þess, væri æskilegt, að þessi sameining hefði átt sér stað. Það er meðfram með þetta fyrir augum, að ég fer fram á að fá þessa heimild.

Að öðru leyti sé ég ekki þörf á að ræða þetta frekar, en mælist til, að því verði vísað til fjhn.