22.10.1943
Neðri deild: 36. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í D-deild Alþingistíðinda. (2769)

106. mál, rannsókn á olíufélögin og um olíuverzlunina

Dómsmrh. (Einar Arnórsson) :

Ég veit ekki enn, hvort till. verður rædd aftur í d., og vil því segja nokkur orð um hana til þess að lýsa því, hvernig ég skil hana. Ég hygg, að menn skilji það á mismunandi hátt, hvað sé opinber rannsókn. Frá lagalegu sjónarmiði þýðir það rannsókn, sem er framkvæmd af manni með dómsvaldi. Ef þessi till. verður samþ., á ég annaðhvort að fela sakadómara rannsóknina eða skipa sérstaka rannsóknarn. Ef þetta er ekki réttur skilningur hjá mér, væri ég þakklátur flm. fyrir að leiðrétta hann.