14.10.1943
Efri deild: 34. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 536 í C-deild Alþingistíðinda. (2941)

3. mál, eignaraukaskattur

Bjarni Benediktsson:

Ég vil mótmæla því, að ég eigi nokkurn aðgang að þessu skjali, fyrr en því verður útbýtt hér á Alþ. Það hefur verið gengið út frá því, að beðið yrði með meðferð málsins, þangað til mþn. hefði skilað áliti sínu og því yrði útbýtt hér meðal þm. Þess vegna sætir það furðu, að nú skuli eiga að knýja málið fram, hvað sem öllum rökum líður.