28.10.1943
Efri deild: 41. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 645 í C-deild Alþingistíðinda. (3139)

123. mál, náttúrurannsóknir

Brynjólfur Bjarnason:

Mér þykir leitt, ef það, að sósíalistar nefndu mann í ráðið, hefur valdið misskilningi, en það var vegna þess, eins og ég hef áður sagt, að við gerðum okkur vonir um, að samkomulag mundi fást um gagngerðar breyt. En hefðum við neitað að skipa mann í ráðið, hefði það ekki borið árangur, eins og sjá má af því, sem fram hefur komið í umr. Sú aðferð hefði ekki dugað til að knýja Alþ. til breyt.