08.11.1943
Efri deild: 44. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 466 í D-deild Alþingistíðinda. (3742)

136. mál, aðstoðarmenn héraðslækna

Flm. (Jónas Jónsson):

Það er líkt ástatt um þessa till. á þskj. 272 og hina fyrri, sem hér var til umr., að hún er rökstudd ýtarlega í grg., sem henni fylgir. Ástæðan til þess, að ég flutti þessa þáltill., er það óhafandi ástand, sem hefur komið á daginn, að þm. getur ekki stundað þingmannsstörf sín, vegna þess að ekki er hægt að fá varalækni í hans stað í héraðið stuttan tíma. Og auk þess er það, sem mönnum er enn þá. kunnugra, að það vantar tilfinnanlega lækna víða á landinu, þrátt fyrir það að margir menn hafa lært læknisfræði og eru að læra. Þess vegna verður varla komizt hjá því, að ríkisstj. taki málið til meðferðar og finni leið til úrbóta með þar til heyrandi löggjöf.