22.11.1943
Efri deild: 53. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 444 í B-deild Alþingistíðinda. (483)

35. mál, dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík

Dómsmrh. (Einar Arnórsson) :

Það er síður en svo, að ég álíti hættulegt, þótt dómsmrh. veiti þetta embætti einn. En ég taldi réttlátt, að bæjarstj. hefði þar íhlutun, ef unnt væri.

Háttv. 1. þm. Eyf. fer villur vegar, þegar hann ber þetta embætti saman við bæjarfógetaembætti í öðrum bæjum, en þar er allólíku saman að jafna. T. d. fer bæjarfógetinn á Akureyri með dómsmál, tolla- og skattheimtu auk lögreglustjórnar, þar sem lögreglustjóraembættið í Rvík er nær eingöngu bundið við stjórn lögreglunnar. Þá undrast hv. þm., að ég skuli vera sammála hv. 6. þm. Reykv. um, að ríkið annist alla löggæzlu í landinu. En þótt löggæzlan verði dýrari í bæjum, þá rennur einnig meira frá þeim í ríkissjóð, svo að í þessu þarf ekki að vera um neitt misrétti að ræða.