09.01.1945
Efri deild: 96. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1182 í B-deild Alþingistíðinda. (2329)

56. mál, hafnarlög fyrir Hrísey

Frsm. (Gísli Jónsson):

Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir þær upplýsingar, sem hann gaf viðvíkjandi setningu almennra hafnarl. En í sambandi við ræðu hv. 1. þm. Eyf. vil ég geta þess, að ég hef fengið upplýsingar um, að það vanti undirbúning undir þessar framkvæmdir, og er búizt við, að honum verði lokið á þessu ári, svo að tæplega verður hægt að hefja framkvæmdir fyrr en á næsta ári. Þó að þessi till. verði samþ., sé ég ekki annað en búið sé að samþ. hafnarl. fyrir staðinn, og tel ég því þessa afgreiðslu heppilega fyrir málið, því að ekki þyrfti annað en fá þessu breytt, þegar byrja þarf á framkvæmdum. Ég held því, að allir hv. þdm. muni geta fallizt á að afgr. málið eins og það liggur fyrir nú, svo að það komist í gegn á þessu þingi.