30.01.1945
Efri deild: 114. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í C-deild Alþingistíðinda. (2722)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Bjarni Benediktsson:

Þótt ég sé mjög vonsvikinn yfir því, að hæstv. forseti skuli ekki leyfa, að umr. sé frestað, mun ég nú bera fram þessa rökst. dagskrá, sem væri miklu rökstuddari, ef mér hefði unnizt betra tóm til þess að semja hana.

Þessi rökst. dagskrá er svo hljóðandi:

„Þar sem æskilegt virðist, að skipun húsmæðraskóla verði í samræmi við skipun skólamála landsins í heild, þykir hlýða að heyra till. mþn. í skólamálum, áður en máli þessu er ráðið til lykta, einkum þar sem ljóst er, að samþykkt frv. nú mundi ekki flýta stofnun nýrra húsmæðraskóla umfram það, sem verða mundi, þótt málinu sé frestað til hausts, og þykir d. því eigi tímabært að afgr. frv. nú, en felur ríkisstj. að undirbúa frv. fyrir næsta þing og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“