07.02.1945
Neðri deild: 123. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í C-deild Alþingistíðinda. (2735)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Forseti (JörB):

Það hafa nokkrir hv. þm. kvatt sér hljóðs, en ef umr. yrði frestað og hv. menntmn. tæki málið til athugunar, væri æskilegt, að umr. yrðu ekki mjög langar að þessu sinni. Vil ég því beina því til hv. 8. þm. Reykv., hvort hann sætti sig ekki við það, ef hv. menntmn. af sinni hálfu vildi taka málið til athugunar, án þess að því væri formlega vísað til hennar. (SigfS: Að sjálfsögðu.)