16.01.1945
Efri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í B-deild Alþingistíðinda. (2975)

238. mál, lendingarbætur í Þorkötlustaðahverfi í Grindavík

Frsm. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Herra forseti. — Sjútvn. hefur haft þetta mál til athugunar. Hefur hún sent það til vitamálastjóra og óskað umsagnar hans. Vitamálastjóri leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það liggur fyrir.

Eins og fram kemur í grg., hefur á undanförnum árum verið lagt fram nokkurt fé úr ríkissjóði í fjárl. til framkvæmda á lendingarbótum í Þorkötlustaðahverfi í Grindavík, en l. hafa ekki verið til um lendingarbætur þar. Er frv. flutt til að bæta úr þessu. Sjútvn. leggur einróma til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir, enda er fjárhæð sú, sem nefnd er í frv., nákvæmlega tekin eftir áætlunum vitamálastjóra og frv. samið nákvæmlega í samræmi við þau l., sem nú eru til um lendingarbætur. Það er því till. sjútvn., að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.