28.02.1944
Neðri deild: 21. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 382 í C-deild Alþingistíðinda. (3372)

45. mál, dýralæknar

Páll Zóphóníasson:

Ég þarf ekki að benda landbn. á, að það eru nú, því miður, heldur fáar skepnur í Vestmannaeyjum og líkindi til, að mörg héruð ættu að fá dýralækni nokkuð löngu á undan þeim.

Annars eru tvö dýralæknisembætti laus, en tveir dýralæknar eru erlendis og bíða eftir að komast heim. Þó að embættið yrði stofnað í dag, kæmi ekki til mála að fá mann í það fyrr en eftir sex ár, ef einhver byrjaði nám í ár, svo að ekki virðist mér beint liggja á að afgreiða þetta mál.