27.11.1944
Neðri deild: 82. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1357 í B-deild Alþingistíðinda. (3587)

128. mál, búnaðarmálasjóður

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. Landbn. á nokkrar brtt. við þetta frv. á þskj. 565, en áður en ég geri þær að umtalsefni, skal ég geta þess, að n. hefur athugað brtt. á þskj. 517 frá hv. þm. V.-Húnv., og hefur hún fallizt á að mæla með þeim brtt.

N. hefur borið málið undir tollstjórann í Reykjavík og rætt við hann um ýmis atriði viðvíkjandi því gjaldi, sem hér er um að ræða, og brtt. þær, sem n. ber fram, eru að nokkru leyti fluttar eftir bendingu frá honum, og er tollstjóri sömuleiðis þeirrar skoðunar, að málið verði voðfelldara í framkvæmd, ef brtt. frá hv. þm. V.-Húnv. verða samþ., en þær fjalla um, að gjaldið, sem um ræðir í frv., skuli reiknað af verði varanna eins og það er greitt framleiðendum á hverjum tíma, en í ákvæðum, sem voru í 1. gr., var mælt svo fyrir, að gjaldið skyldi reiknað sem útflutningsgjald af útfluttum vörum. Var á það bent, að oft væru vörur, sem selja ætti úr landinu, l erfitt að ákveða gjaldið. Enn fremur má á það benda, sem n. hefur einnig rætt, að þegar vörur eru seldar úr landi, er kominn á þær kostnaður, sem leggst á verðið, og er betra að losna við að leggja toll á þann hluta verðsins, sem myndast við þann hluta kostnaðarins, svo sem tunnur, salt o.fl., en með brtt. hv. þm. V.-Húnv. er hjá þessu sneitt. Till. á þskj. 565 frá n. eru að mestu leyti orðabreyt., skýringar og lagfæringar til að gera skýrari, eðlilegri og auðveldari ákvæðin um innheimtu gjaldsins. Ég þarf ekki að lýsa hverri brtt. út af fyrir sig, þær eru svo augljósar, að hver þm., sem rennir augunum yfir þær, sér, hvað er um að vera; að þar er aðeins um formsbreyt. og skýringar að ræða. N. stendur öll að þessum brtt. og mælir einnig með brtt hv. þm. V.-Húnv.