20.01.1944
Sameinað þing: 8. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í D-deild Alþingistíðinda. (4061)

2. mál, niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918

Samþ. var með 42 shlj. atkv. að kjósa 12 manna n. (skilnaðarnefnd) til að fjalla um málið. — Hlutfallskosning var viðhöfð, og bárust forseta tveir listar, sem hann merkti A og B. Þar sem á listunum voru jafnmörg nöfn og kjósa skyldi menn í nefndina, fór kosning fram án atkvgr., og varð n. svo skipuð:

Af A-lista: Stefán Jóh. Stefánsson.

Af B-lista: Gísli Sveinsson, Eysteinn Jónsson, Einar Olgeirsson, Bjarni Benediktsson, Hermann Jónasson, Brynjólfur Bjarnason, Ólafur Thors, Sveinbjörn Högnason, Magnús Jónsson, Bernharð Stefánsson, Gunnar Thoroddsen.