29.02.1944
Sameinað þing: 24. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í D-deild Alþingistíðinda. (4388)

41. mál, samgöngubætur frá Reykjavík austur í Ölfus

Sveinbjörn Högnason:

Ég væri tilbúinn að fara með hv. þm. Barð. upp á vegamálaskrifstofu, ef ég sæi ástæðu til. En ég hélt ekki, að hann þyrfti að fara til vegamálastjóra til að fá upplýsingar, því að honum hlyti að vera kunnugt um þetta af eigin reynd, og ég ætla að standa við hvert orð, sem ég sagði um framkvæmd í þessu máli. Ég býst við, að hv. þm. Barð. standi ekki sterkari með að benda á, hvað ég hafi farið rangt með, eftir að hann er búinn að fara til vegamálastjóra, og geti hann komið með eitt einasta atriði til sönnunar því, að ég hafi farið hér með slúðursögur, þá skora ég á hann að gera það, því að annars er það bert að hann hefur sjálfur farið með slúður og staðlausa stafi.