23.02.1945
Neðri deild: 137. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1806 í B-deild Alþingistíðinda. (4706)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Frsm. meiri hl. (Jakob Möller):

Herra forseti. — Fjhn. hefur flutt hér brtt. á þskj. 1206 við frv., sem fyrir liggur, og ætla ég að þessu sinni fyrst og fremst að gera grein fyrir þeim brtt.

1. brtt. er fyrst og fremst formsbreyt., þar sem færðar eru saman tvær gr. frv., þ.e.a.s. 8. og 9. gr. 8. gr. fjallar um starfsmenn dómgæzlu, löggæzlu og tollgæzlu í Reykjavík. N. fannst fara betur á því að hafa í þessari gr. alla starfsmenn dómgæzlu, löggæzlu og tollgæzlu á landinu. Þetta getur annars verið álitamál, og n. leggur að sjálfsögðu ekkert sérstaklega upp úr því, hvort þessi samfærsla verður samþ. eða ekki. — Í brtt. , á þskj. 1206 er svo starfsmönnum þessara starfsgreina raðað eftir launahæð. Ég skal geta þess, að ég held, að ég hafi orðið þess var, að eitt starfsstig innan þessara starfsgreina hafi fallið niður í samningunni, og verður athugað nánar, hvort rétt er að breyta því til samræmis við það, sem áður var gert ráð fyrir í frv. — Annars held ég, að eina breyt. á launum í þessum starfsgreinum, sem gert er ráð fyrir í brtt., sé sú, að n. varð sammála um, að breyt. yrði á kjörum tollstjórans í Reykjavík, bæjarfógeta og sýslumanna. Í frv. er gert ráð fyrir, að þessir menn hafi fastákveðin laun, tollstjórinn 12000 kr., en sýslumenn og bæjarfógetar 11100 kr. En það varð ofan á í n. að breyta því þannig, að laun tollstjórans héldust að vísu óbreytt, en laun bæjarfógeta og sýslumanna lækkuðu um 900 kr. grunnlaunin, m.ö.o. um einn flokk. En í stað þess hins vegar, að í frv. er það lagt á vald ráðh. að ákveða með reglugerð áhættufé til slíkra starfsmanna, ef fjárhagsleg áhætta fylgir starfi þeirra, þá leggur n. til, — og á þetta við bæjarfógeta, sýslumenn og aðra, sem hafa innheimtu fyrir ríkissjóð með höndum, — að fastákveðið verði í l., hvernig sú áhættuþóknun skuli ákveðin, og er till. um þetta á þessu þskj. (1206), tölul. 10, sem hv. þm. hafa fyrir sér. Er ástæðulaust að gera nánari grein fyrir þessu atriði brtt. að öðru leyti en því, að eins og nú er, mundi þessi áhættuþóknun nema til allra innheimtumanna ríkisins rétt um 100 þús. kr.

Auk þess leggur n. til, að þar sem segir í frv. í 37. gr.: „Lögmælt innheimtulaun af verðtolli, stimpilgjaldi, skipagjöldum, lífeyrissjóðsgjöldum og iðgjöldum slysatryggingarinnar skulu hér eftir renna í ríkissjóð“, — þar falli burt orðin „iðgjöldum slysatrryggingarinnar“. Það er talið, að það standi alveg sérstaklega á um slysatrygginguna. í þessu efni, þannig að innheimta hennar sérstaklega sé algerlega undir því komin, hve vel. sé gætt þess, að fyrirtæki og einstaklingar greiði. iðgjöld sín og komi þannig undir trygginguna. Og var n. þess vegna sammála um að undanskilja, slysatrygginguna í þessu sambandi.

Mér er ljóst, að þessi breyt. á kjörum embættismanna muni mælast misjafnlega fyrir, og ég lofaði að vekja athygli á því, að einstakir sýslumenn skaðast á þessari breyt. í launum sínum, því að innheimtutekjur þeirra verða svo sáralitlar, að þær vega hvergi nærri upp á móti þeirri lækkun á föstu laununum, sem ákveðin er í brtt., eins og hún er a.m.k., þar sem lækkunin er 900 kr. á grunnlaununum, sem með verðlagsuppbót mundi nema nú rúmum 2400 kr. En innheimtulaun nokkurra sýslumanna mundu eftir brtt. vera fyrir neðan þetta og sumra langt fyrir neðan þetta.

2. brtt. er afleiðing af 1. brtt. á þskj. 1206, um að 9. gr. falli niður.

3. brtt. er flutt í því skyni að verða við ósk læknastéttarinnar, sem hér var borin fram af tveimur hv. þm., hv. 1. þm. Rang. og hv. þm. Snæf., um að teknir verði inn í launal. aðstoðarlæknar héraðslækna. Það er í l. frá 1942 heinailað að skipa fjóra slíka aðstoðarlækna, sem hafa það hlutverk að hlaupa í skarðið fyrir héraðslækna, þegar þeir fá frí frá störfum eða geta ekki g;egnt þeim um tíma. Eins og nú er, er aðeins einn slíkur læknir skipaður. En það er heimild til að skipa fjóra. Hefur n. fallizt á, að það sé rétt og sanngjarnt að ákveða þeim mönnum laun í launal. Ég vænti þess, að hv. þm., sem ég nefndi og um þetta flytja brtt: á þskj. 1149, geti sætt sig við þessa brtt. fjhn., þó að launin séu að vísu lægri í brtt. n. en þeir hafa lagt til. Annars er sá möguleiki fyrir þá að flytja brtt. við þetta. Hins vegar leit n. svo á, að hæfilegt væri að taka þessa lækna í VII. fl., en ekki hámarkslaunaflokk héaraðslækna. Það var dálítill misskilningur á milli mín og aðalflm. brtt. um þetta, um hvaða lækna till. fjallaði. Mér skildist það vera tilgangurinn að koma þeim mönnum yfirleitt á launal., sem læknar geta fengið til þess að starfa fyrir sig um tíma. En þetta er ekki hægt nema um lækna, sem ráðnir eru eftir l. frá 1942.

4, brtt. er aðeins orðabreyt.

Þá er hér brtt. við 16. gr. frv., tölul. 5 á þskj. 1206, um að fella niður fyrstu málsgr. aths., sem byrjar svo: „Árslaun barnaskólastjóra“, — og er það vegna þess, að n. flytur till. um, að sams konar aths. eða sams konar ákvæði verði sett um alla skóla, þ.e.a.s., að laun kennara við skólana miðist við kennslutíma. Er sú till. undir staflið 9 á þessu þskj., þar sem segir svo, með leyfi hæstv. forseta: „Árslaun kennara samkv. 15., 16. og 29. gr. og barnaskólastjóra eru miðuð við 9 mánaða kennslutíma minnst, en lækka um einn níunda hluta heildarlaunanna fyrir hvern mánuð, sem kennslutíminn er skemmri.“ — Þetta er þess vegna ekki efnisbreyt., heldur aðeins formsbreyting.

Þá hefur n. tekið upp, — eins og ég boðaði, að n. teldi, að kæmi til mála, — sérstaka brtt. um skipulagsstjóra í 6. tölul. brtt. á þskj. a206.

Þá er 7. tölul. endurskoðaðar brtt. þær, sem n. tók aftur við 2. umr., um póst og síma. Þegar n. gerði fyrri till., sem lágu fyrir við 2. umr. og teknar vomu aftur, vakti fyrir n., þegar hún ákvað, að yfirverkfræðingur landssímans skyldi hafa 11100 kr. árslaun, að honum bæri ríflegri greiðsla fyrir þá sök, að hann starfar við tvær stofnanir. Hann er verkfræðingur bæði útvarps og síma. Rétt hefur þótt að breyta þessu þannig að ákveða laun fyrir verkfræðing landssímans í samræmi við þann flokk, sem hann var í áður í frv., en ákveða honum aukagreiðslu fyrir störf í þágu útvarps, meðan hann gegnir þeim.

Þá er í 3. lið till. við 22, gr. sú breyt. gerð, að símastjórinn í Vestmannaeyjum, sem færður var samkv. till. n. niður um einn flokk við 2. umr., er aftur settur í sinn fyrri flokk, þar sem um dæmisstjórar eru. Því olli nokkur misskilningur, er hann var lækkaður. Hann hefur að vísu ekki umdæmisstjórn, en þar á móti heimtar starf hans miklu meiri loftskeytaþjónustu en símastjórar hafa á öðrum stöðum, m.a. þarf hann oft á öllum tímum sólarhrings að halda uppi talstöðvarsambandi við bátaflota á hafi úti. Við þetta bætist einnig það, sem er að vísu ekkert úrslitaatriði, ef hitt væru ekki nægar ástæður, að í hlut á einn af elztu starfsmönnum símans og er að góðu kunnur.

Í næsta lið er símastjórinn í Hafnarfirði settur í þann flokk, sem hann var í eftir fyrri till., og þótti nú eigi ástæða til annars.

Þá er í 5. lið efnisvörður landssímans látinn flytjast úr næsta flokki fyrir neðan. N. hafði skilið það svo, þegar hún ákvað laun birgðastjóra landssímans, að starf hans og efnisvarðar væri sama starfið. En svo er ekki. Hins vegar er fellt niður starf þess manns, er kallaðist eftirlitsmaður með viðhaldi og aukningu símastöðva, auk þess sem lagt er niður starf eftirlitsmanns með landssímaþjónustunni.

Þá hefur n. loks gert breyt. í 8. lið, þar sem hún leggur til, að ekki verði sú breyt. gerð að fella niður bílstjóra landssímans, heldur láta það ráðast, hvort haldið verði eða eigi því fyrirkomulagi, sem verið hefur þar, að ráða fasta starfsmenn til að gegna þessum störfum. Jafnframt hefur n. gert ráð fyrir, að felldir yrðu niður aðstoðarmenn við pósthúsið. Að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir, að einatt verði að grípa til þess að ráða þar aðstoðarmenn, en um það þarf ekki þetta lagaákvæði.

Ég skal taka fram í sambandi við brtt. við 22., gr., að mikil óánægja hefur komið fram yfir till. launalfrv. um launakjör við póst, og síma. Ég þykist vita, að í uppsiglingu séu ýmiss konar till. um breyt. á þeim kafla frv. Ég gerði grein fyrir því við 2. umr., að þarna er gert ráð fyrir allverulegri lækkun á launum frá því, sem verið hefur. En það er undirbúið af mþn., þar sem þessar stofnanir höfðu sinn fulltrúa. Og sú n. komst að þeirri niðurstöðu, að óhjákvæmilegt væri að gera þessar lækkanir til samræmis við annað, ef heildargreiðslur samkv. frv. ættu ekki að hækka langt úr hófi. Það varð að lækka á ýmsum þeim stöðum, þar sem laun voru komin hæst. Það er vel skiljanlegt, að þeir starfsmenn, sem fyrir því verða, séu óánægðir, sérstaklega þar sem fellt var niður hið upphaflega ákvæði frv., að enginn embættismaður skyldi lækka í launum við samþykkt þess. Ég vil beina því til hv. þm. að athuga vel, hvað þeir eru að gera, ef þeir taka á sig þá ábyrgð að flytja og samþ. brtt., sem skapa sjáanlegt ósamræmi í frv. frá því, sem það er, frá því samræmi, sem n. hefur leitazt við að skapa. Það yrði aðeins til þess að magna óánægju, sem nóg er af án þess, m.a. vegna þess, að hv. Ed. hefur orðið það á að taka einstakar starfsgreinar út úr og hækka þær. Það hefur verið hér sterkur áróður í þá áta að hækka ýmsar þær starfsgreinar, sem virðast að ýmsu leyti eiga sambærilegan rétt til hækkunar. En fjhn. hefur kosið að láta sitja við það ósamræmi, sem er, heldur en auka nýju ósamræmi við.

Út af 8. brtt., að hækka laun gagnfræðaskólakennara um einn flokk, vil ég taka fram, að það er afleiðing þess, að nú em reiknað með 9 mánaða kennsluskyldu í stað 7 mánaða áður í frv. og við undirbúning þess, sbr. 9. brtt.

Þá er 10. brtt., sem rædd var áður í sambandi við breyt. á kjörum bæjarfógeta og sýslumanna og áhættuþóknunarákvæðum handa þessum embættismönnum. Síðasta till., l0c, er um að orða svo 2. málsl. 6. mgr. í 37. gr., að um leið og gjaldskrá er sett fyrir héraðslækna, skuli semja við Læknafélag Íslands um afslátt, þegar sjúkrasamlag annast greiðslu. Brtt. er flutt að gefnu tilefni í brtt. frá hv. 1. þm. Rang. og hv. þm. Snæf., þar sem þeir lögðu til, að fellt yrði niður ákvæðið um það, að í gjaldskrá héraðslækna skyldi beinlínis ákveðinn afsláttur á greiðslum. þegar sjúkrasamlag greiðir. N. hugleiddi, hvort eigi væri réttast að ganga að brtt. þessara hv. þm., því að vafalaust mundu flestir læknar fúsir að semja um afslátt gegn þeirri tryggingu, sem samlag veitir um skilvísar greiðslur. En þrátt fyrir dálítinn skoðanamun þótti n. æskilegra að haga þessu á þann hátt, sem í brtt. segir. Vonumst við til, að flm. brtt. geti fallizt á það.

Um till. þær, sem teknar voru aftur til 3. umr., og þá legið af brtt., sem nú eru að koma fram og forseti hefur talið upp, vil ég ekki ræða, fyrr en flm. eru búnir að mæla fyrir þeim.