01.03.1945
Efri deild: 139. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1832 í B-deild Alþingistíðinda. (4751)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Frsm. (Kristinn Andrésson):

Herra forseti. Það hefur verið haldinn fundur í fjhn., og hefur orðið að samkomulagi, að n. flytti ekki sameiginlega neina brtt. Og viðvíkjandi þeirri breyt., sem gerð hefur verið á frv. í Nd., þá má færa fyrir henni rök, en þó eru mjög skiptar skoðanir þar um. Sumir álíta, að ekki komi til mála að miða árslaun við 6 mánaða starf. Ég hefði verið fús til að gera breyt. þessu viðvíkjandi, en þori það ekki, þar eð ég óttast, að það yrði ekki samþ. í Nd. Og ég er hissa á hv. 1. þm. Eyf., að hann skuli koma með þessa till., eins og nú er ástatt, þar sem fylgi flokks hans við þetta mál hefur algerlega brugðizt. Starfsmenn munu vera yfirleitt ánægðir með frv., eins og það er nú orðið, og þess vegna vil ég ekki tefja það, en mæli með því fyrir hönd meiri hl. fjhn., að frv. verði samþ. óbreytt.