20.06.1944
Neðri deild: 42. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1840 í B-deild Alþingistíðinda. (4810)

82. mál, endurveiting borgararéttinda

Þóroddur Guðmundsson:

Herra forseti. — Minni hl. allshn. mælir með því, að frv. verði samþ. óbreytt. — Það hefur komið í ljós, að meiri hl. n. vill ekki gera breyt. á frv., heldur aðeins fella það, og var því ástæðulaust að vísa því til n. Það liggur í augum uppi, hver skoðanamunurinn er Meiri hl. er með náðun. en þó aðeins, þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi, en ekki í tilefni af lýðveldisstofnuninni. Hins vegar lítur minni hl. þannig á, að rétt sé að gera hér eins og víða erlendis, er svipað hefur staðið á, og að það sé gert nú — og aðeins nú — í sambandi við lýðveldisstofnunina. Því er engan veginn rétt að tala um hættu á gagngerðum breyt. á refsil. Þetta frv. hefur enga þýðingu fyrir framtíðina. Minni hl. leggur því til, að frv. verði samþ. óbreytt.