28.02.1945
Neðri deild: 140. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1843 í B-deild Alþingistíðinda. (4835)

82. mál, endurveiting borgararéttinda

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson):

Þegar málið var síðast á dagskrá, óskaði ég eftir því að fá tækifæri til að tala við n. um það, vegna þess að ég vildi fá ákveðið, hver ætlunin væri með þessu frv. Ég taldi, ef frv. ætti að ganga fram, að gera þyrfti á því verulegar breyt. Enn fremur taldi ég rétt, ef frv. yrði samþ., að það væri bein fyrirmæli til dómsmrh. um að veita þau réttindi, sem farið er fram á í l. Ég færði þá ástæðu fyrir þessu, að ég teldi, að ef Alþ. vildi veita fulla uppgjöf saka og veita öllum full borgararéttindi í tilefni af stofnun lýðveldisins, þá ætti það ekki að vera heimild til dómsmrh., heldur ætti Alþ. sjálft að kveða á um það. Mér þykir einkennilegt, að frv. skuli vera komið á dagskrá, án þess að mér hafi gefizt kostur á að eiga tal við n., eins og ég fór fram á, þegar frv. var síðast til umr. Vil ég fá að vita, hverju þetta sætir.