05.10.1944
Sameinað þing: 52. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 338 í D-deild Alþingistíðinda. (4922)

114. mál, framleiðslutekjur þjóðarinnar

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. — Ég vil þakka hv. allshn. fyrir góða afgreiðslu á þessu máli, þar sem n. hefur lagt til, að till. yrði samþ. að mestu leyti óbreytt.

Ég get lýst því yfir, að ég hef ekkert við það að athuga, að brtt. n. verði samþ. Ég get fallizt á það, að ekki sé víst, að unnt verði að ljúka þessari skýrslugerð í júnímánuði ár hvert.

Ég er sammála hv. þm. Barð. um það, hvert gildi þessi þál. hafi, þar sem ég tel, að með því að telja saman alla vöruframleiðslu þjóðarinnar, fáist betra yfirlit yfir tekjur hennar en með því móti að telja saman tölur á skattskýrslum, en ég mun ekki hefja deilur um það atriði.