15.01.1945
Sameinað þing: 83. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 482 í D-deild Alþingistíðinda. (5318)

204. mál, rafveitulán fyrir Ólafsvíkurhrepp

Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Herra forseti. Ég hef ekki sett saman langt nál. um þetta mál, ég álít þess ekki þörf. Fjvn. hefur samþ. ágreiningslaust að mæla með till. En rökin fyrir till. eru í rauninni alveg nægileg fyrir hv. þm. í grg. till. sjálfrar. Það er skýrt frá því í grg., að þarna sé fyrirhuguð vatnsvirkjun fyrir Ólafsvík, Hellissand og Fróðárhrepp, og virðist þetta vera álitlegt fyrirtæki. En vegna styrjaldarástandsins hefur ekki fengizt efni til þessarar veitu í Ólafsvíkurhrepp, þess vegna var ákveðið að setja upp bráðabirgðastöð með olíumótor. En kerfið innan bæjar hefur verið lagt eins og ætlazt er til, að það verði í framtíðinni fyrir vatnsvirkjun. Lán til þessa bráðabirgðafyrirtækis, sem að líkindum yrði í framtíðinni varastöð, þegar vatnsveitan er komin, er þegar fengið, að upphæð kr. 130 þús. Það er þetta lán, sem hér er farið fram á, að ríkissjóður ábyrgist, og lánsstofnunin hefur gengið út frá því, að svo muni verða, og fjvn. leggur til, að þessi ábyrgð verði veitt með þeirri einu aths. eða breyt. á till., að í stað þess, að í till. sjálfri er farið fram á, að þessi ábyrgð verði 100% á þessi 130 þús., þá verði ekki veitt ábyrgð nema fyrir 85% af láninu. Þetta er í samræmi við fyrirætlanir sveitarfélagsins, því að í þessu láni, 130 þús. kr., er ekki falinn kostnaður við aflvélina, sem nema mun meira heldur en þessum 15%, sem undanskilið er aðalkostnaðinum í till. n. Fyrir hönd n. legg ég því til, að till. verði samþ. eins og hún er orðuð á þskj. 814.