02.12.1944
Neðri deild: 85. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 493 í D-deild Alþingistíðinda. (5346)

195. mál, framleiðsla kindakjöts fyrir innlendan markað

Jón Sigurðsson:

Ég stend ekki upp til þess að mótmæla þessari till. Ég kvaddi mér hljóðs af því, að ég var óviss um það, hvort hv. flm. mundi ætlast til þess, að málið færi til n. Þá vildi ég upplýsa, að nú um nokkurt skeið hefur mþn., sem er starfandi á vegum búnaðarþings, haft þessi mál til athugunar og aflað sér nokkurra gagna þar að lútandi. Hún er að vísu ekki búin að ganga frá till., en ég geri ráð fyrir, að búnaðarþing, sem kemur saman í vetur, muni leggja fram till. frá mþn. um þessi mál. Þess vegna óska ég eftir, að umr. verði frestað og málinu verði vísað til landbn. til frekari athugunar.