19.01.1945
Neðri deild: 109. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í D-deild Alþingistíðinda. (5349)

195. mál, framleiðsla kindakjöts fyrir innlendan markað

Frsm. minni hl. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. — Það er nú rétt, sem hv. frsm. meiri hl. landbn. sagði um þetta mál og afstöðu n. Við álítum allir í n., að mjög sé ástæða til að taka þetta til athugunar og það fljótlega. Og það er ekkert nýtt álit, sem kemur hér fram um þetta, hvorki hjá hv. flm. né okkur í n., vegna þess að þetta mál var tekið til rækilegrar meðferðar á síðasta búnaðarþingi og skipuð í það sérstök mþn., sem hefur haldið marga fundi um málið og mun leggja fyrir búnaðarþing till. sínar um það. — Vegna þess að þessi skriður var kominn á málið, álítum við í minni hl. landbn. ekki ástæðu til, að svo komnu, að Alþ. fari að taka málið upp, heldur verði beðið átekta, þangað til till. koma frá búnaðarþingi um málið. Þess vegna viljum við vísa málinu frá með rökstuddri dagskrá á þskj. 833.