07.12.1944
Efri deild: 85. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 673 í B-deild Alþingistíðinda. (776)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Bjarni Benediktsson:

Eins og ég sagði áðan og eins og kom fram í ummælum hv. frsm., þá hafa dm. ýmsir verið að hugsa sér og jafnvel komið áskoranir til n. um að flytja brtt. um að sameina þetta frv. við háskólafrv. Menn geta ekki tekið afstöðu til háskólafrv., fyrr en þeir vita, hvort sú sameining getur átt sér stað. En ef það yrði ofan á að láta þetta frv. halda áfram, mundi ég vilja bera fram brtt. við 2. gr., sem ég er ekki reiðubúinn að bera fram á þessum fundi, því að þær þurfa íhugunar við og ég hafði ekki gert mér grein fyrir, að svo mjög yrði flýtt afgreiðslu frv. sem nú er komið á daginn. Ég vil beina því til hv. þdm., að þeir létu málið fá þá venjulegu þinglegu meðferð og neituðu afbrigðum, fyrst haldið er fast við þá ósk að knýja málið fram í dag.