12.01.1945
Neðri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (791)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Sigurður Hlíðar:

Herra forseti. Ég hélt í fyrstu, að óþarft mundi að stofna slíkt embætti við háskólann, sem hér um ræðir. En þegar ég fór að athuga, hvað lægi að baki þessu, þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að upp úr þessu væri einna mest að hafa af þeim embættum, sem nú hafa verið stofnuð við háskólann. Þingmenn hafa ef til vill ekki veitt því — athygli, að þetta frv. er svo nátengt frv. um manneldisráð, sem verið var að samþ. áðan, að vart verður að skilið. — Ég mæli svo eindregið með, að frv. þetta verði samþ.