15.01.1945
Efri deild: 102. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 705 í B-deild Alþingistíðinda. (868)

120. mál, fólksflutningur með bifreiðum

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Mig langar til að segja nokkur orð um brtt. hv. samgmn. á þskj. 763. Fyrsta brtt. er sjálfsögð, aðeins leiðrétting. En hinar tvær finnst mér orka nokkuð tvímælis. Frá því að l. voru sett, 1934–35, hefur 6 manna n. unnið að bættri skipan þessara mála, og hefur hún gert þær till., sem hér eru til umr. Í n. voru 3 fulltrúar frá sérleyfishöfum, 1 frá Alþsamb. Ísl. og tveir skipaðir af ráðherra. Æskilegt var talið, að í n. kæmu jafnt fram sjónarmið beggja, sérleyfishafa og þeirra, sem ferðanna eiga að njóta. Með þessu frv. var gert ráð fyrir 5 manna n. Þar af áttu sérleyfishafar að nefna tvo, Alþsamb. einn og ráðh. að skipa tvo án tilnefningar. Í Nd. var þessu þannig breytt, að Búnaðarfélag Íslands skyldi nefna annan þann, er ráðh. átti að skipa samkv, frv. Það er kannske ekki ýkja þýðingarmikið, hvort þessir menn eru 3 eða 5. En nú hagar svo til, að það eru einn eða tveir menn, sem hafa miklu meira af sérleyfum en allir aðrir. Það er eðlilegra, að sjónarmið þeirra beggja komi þarna inn heldur en að annar sé útilokaður. En séu 3 í n., getur ekki verið þar nema einn af sérleyfishöfum. Og með því lagi koma ekki fram nema annaðhvort sjónarmið hinna stærri eða hinna smærri sérleyfishafa. Þetta mælir heldur móti, að mönnum sé fækkað í n. Um síðustu brtt., við 7. gr., að binda alveg í l., að póststjórninni skuli falin yfirumsjón og eftirlit þessarar starfsemi, vil ég segja, að ágreiningur hefur um þetta verið. Í frv. hófst það ákvæði á þessum orðum:

„Ráðuneytið getur falið ákveðinni stofnun að hafa hina opinberu umsjón og eftirlit“ o.s.frv. En samgmn. Nd., gerði brtt. um, að póststjórninni yrði falið þetta, eins og n. þessarar hv. d. leggur nú til. En það varð að samkomulagi með mér og samgmn. Nd. að orða þetta eins og nú stendur í frv., fela umsjónina póststjórninni eða annarri stofnun, sem yrði falið það verk sérstaklega, ef hentara þætti. Það getur hugsazt, að svo verði. Það hefur skipazt svo, að póststjórnin hefur tekið að sér að 1/4 reksturinn á leiðinni milli Borgarness og Akureyrar. Þeir, sem mest hafa að þessum málum unnið, telja ekki ólíklegt, að yfirumsjón póststjórnar geti leitt til þátttöku í rekstri miklu víðar. En rekstur bíla á sérleyfisleiðum er óskyldur aðalstarfi póststjórnar og samrýmist því ekki ætíð vel, svo að eðlilegra væri að fela hann sérstakri stofnun. T.d. er sala farmiða í Rvík fyrir farþega, sem ætla um Akranes norður, lögð af póststjórninni í hendur einkafyrirtæki, því að í pósthúsinu er ekki hægt að hafa farmiðasölu. Deilt er um, hve mikið af pósti sérleyfisbílarnir skuli flytja ókeypis. Póststjórnin heldur fram sínum þörfum, sérleyfishafar sínum, en þarna gæti póststjórnin orðið dómari í sjálfs sín sök, og væri það óheppilegt. Fleira má telja, sem bendir til, að póststjórnin verði ekki, þegar til lengdar lætur, heppilegasti aðilinn til yfirumsjónarinnar. Þetta vildi ég láta koma fram. Ég tel að vísu mega una við frv., þótt brtt. yrðu samþ., en betra væri að samþ. ekki 2 þær síðari.