06.11.1945
Neðri deild: 22. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 865 í B-deild Alþingistíðinda. (1061)

72. mál, strandferðaskip

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það getur verið, að það hafi ekki verið rétt af mér að bera það traust til ríkisstj. á síðasta Alþ. að ætla henni að geta samið um byggingu eða kaup á nýju skipi, er n. hefði lokið störfum. Ég viðurkenni, að það var skammsýni af mér að flytja till. og ætla að treysta stj. til að semja um skipakaup, ef n. kæmi fyrr með till., áður en næsta þ. kæmi saman. En að það hafi verið séð frá sjónarmiði ríkisstj., get ég ekki fallizt á. Það var ekkert annað í till. en það, að ríkisstj. heimilaðist að semja um kaup á strandferðaskipi, þegar nál. mþn. lægi fyrir. Að lasta mig fyrir það að hafa borið það traust til ríkisstj. að vilja fela henni þetta, getur vel verið rétt, en það situr ekki á hæstv. samgmrh. að gera það. Hitt er svo annað mál, að fyrst nál. kom ekki fyrr en þetta, getur verið, að þetta seinki ekki málinu verulega, en hefði nál. komið snemma á þessu sumri, átti heimildin að vera til, en hana vildi stj. ekki, því að hún drap það sjálf með nafnakalli.