28.11.1945
Efri deild: 39. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í B-deild Alþingistíðinda. (1156)

123. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð (heildarlög)

Frsm. (Magnús Jónsson) :

Ég vil aðeins benda hv. þm. Barð. á það, auk þess sem hæstv. viðskmrh. hefur tekið fram, að 1. binda ekki þetta hlutfall, ef frv. verður samþ., heldur er þar gert ráð fyrir því, að því hlutfalli, sem hvor banki fær af gjaldeyrinum, geti ráðh. breytt, ef báðir bankarnir samþ. það. Svo að þetta er í raun og veru frjálst, og verður að vera það. Þetta verður ævinlega meira og minna samningamál, en úrskurður í höndum ráðh.