03.12.1945
Neðri deild: 47. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 916 í B-deild Alþingistíðinda. (1240)

68. mál, húsaleiga

Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

Herra forseti. Þessu frv., sem er frá Nd., var vísað til allshn., og mælir n. með, að það verði samþ. óbreytt.

Eins og hv. þm. vita, þá er nú skylt að leggja alla leigusamninga fyrir húsaleigun. til staðfestingar. Einnig er í l. ákvæði um það, að heimilt sé að hækka húsaleigu samkvæmt húsaleiguvísitölu, en hún mun nú vera 137 stig. Hins vegar er því jafnframt slegið föstu, að skilyrðið til, að hægt sé að innheimta þessa auknu húsaleigu, er það, að leigumálinn sé staðfestur af n. Nýlega hefur fallið dómur um það í hæstarétti, að leigutaki, sem hafði á leigu húsnæði ákveðinn tíma og greiddi húsaleigu samkvæmt vísitölu, endurkrafði leigusala um þessa hækkun og fékk hana tildæmda. Það er kunnugt, að hér í bæ eru gerðir leigusamningar svo að þúsundum skiptir og leigutakar eru bæði einstaklingar, félög og fjölskyldur, og margir þessara aðila, sérstaklega einhleypingar, skipta um húsnæði mjög oft. Það er því vitað mál, að það er látið undir höfuð leggjast að leggja þessa leigumála fyrir n. Þetta frv. gengur þannig út á, að það sé ekki hægt að endurkrefja leigusala um húsaleiguvísitölu, þó að leigumáli hafi ekki áður verið staðfestur af n., en hins vegar verður leigusali að leggja húsaleigumálann fyrir húsaleigun. eftir á og fá staðfestingu n. á því, að grunnleiguhækkunin hafi verið hófleg að hennar dómi. Reynslan hefur verið sú, að það er ekki hægt í framkvæmdinni að fá alla leigumála lagða fyrir húsaleigun., og þess vegna þótti ekki rétt að hafa þau viðurlög við því, að hægt væri að endurheimta vísitöluna. N. mælir með, a.ð frv. verði samþ. óbreytt.