02.11.1945
Neðri deild: 21. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 920 í B-deild Alþingistíðinda. (1264)

64. mál, ábúðarlög

Frsm. (Jón Pálmason) :

Herra forseti. Þetta frv. um breyt. ábúðarl. frá 1933, sem er flutt af hv. landbn., er í aðalatriðum shlj. breyt., sem samþ. voru á síðasta búnaðarþingi og sendar voru landbn. af Búnaðarfélagi Íslands. Þessi l., ábúðarl., eru nú að vísu ekki nema 12 ára gömul, en eigi að síður hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að breyta þeim að þessu leyti, til frekari tryggingar því en orðið er, að eigendur jarða, hvort sem er það opinbera eða einstaklingar, hafi ekki tækifæri til þess að beita leiguliða þeim tökum eða að haga sér að öðru leyti þannig, að mikil hætta sé á því, að jarðir fari í eyði. Og aðaltilgangurinn með þessu frv. er að gefa hreppsnefndum í hverri sveit aukið vald til þess að vinna gegn því, að jarðir sveitarfélaga fari í eyði, ef á annað borð er hægt að halda þeim í byggð.

Ég þykist vita, að hv. þdm. hafi lesið frv. og grg. þess og sé ég því ekki á þessu stigi málsins ástæðu til þess að hafa langa ræðu um það. Það er landbn., sem flytur frv., og þarf því ekki sérstaklega að vísa því til n. nema brtt. komi fram, og mun þá landbn. taka þær til athugunar. Vil ég einungis óska þess, að frv. verði vísað til 2. umr. að þessari umr. lokinni.