08.11.1945
Neðri deild: 28. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 957 í B-deild Alþingistíðinda. (1430)

66. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Ég gat þess við 1. umr. málsins, að ég fyrir mitt leyti gæti fallizt á, að þessi breyt., sem í frv. felst, næði einnig til hreppsnefnda. Hv. 11. landsk. þm. hafði þá þegar flutt brtt. í þá átt og gerði grein fyrir henni við 1. umr. málsins, en hún kom þá að sjálfsögðu ekki til atkv. Á milli umr. hefur allshn. haldið fund um þetta atriði, og fellst n. á það einróma að mæla með því, að samþ. verði brtt. á þskj. 86 frá hv. 11. landsk. þm., er hann gerði grein fyrir við 1. umr. málsins.

Sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um það frekar, en læt þess getið, að allshn. mælir með því, að frv. verði afgr. á þá leið hér við þessa umr., sem greinir í þessari brtt.