22.11.1945
Neðri deild: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1052 í B-deild Alþingistíðinda. (1766)

60. mál, raforkulög

Frsm. (Sigurður Thoroddsen) :

Herra forseti. Milli umr. hefur iðnn. haldið einn fund um þetta mál, og varð samkomulag um það hjá öllum í n. að mæla með framgangi þessa máls, en þó áskildu allir nm. sér rétt til að hafa óbundnar hendur um breyt. Við 1. umr. þessa máls benti hv. þm. Borgf. á það, að ekki hafi verið gert ráð fyrir, þegar frv. var samið, hvar skyldi skipa Andakílsárvirkjuninni. Hv. þm. Vestm. hefur einnig bent á það, að Vestmanneyingar eiga líka orkuver í smíðum. Iðnn. varð sammála um að hafa samráð um það við þessa hv. þm. að flytja brtt. við frv., þar sem gert er ráð fyrir því, að þessar stöðvar, Andakílsárvirkjunin og rafveita Vestmannaeyja, komi einnig undir ákvæði 1. og 7. gr. frv. Í 7. gr. frv., þar sem kaupstöðum er heimilt að selja raforku frá orkuverum sínum, þótti ekki þurfa að taka Vestmannaeyjakaupstað með, því að honum er þannig í sveit komið, að ekki þykir ástæða til þess. Þessi brtt. er á þskj. 175, og leggur iðnn. til, að hún verði samþ. Aðrar brtt. flytur iðnn. ekki.

Hv. 1. þm. Skagf. (SÞ) kom með brtt. á fundinum, sem prentaðar eru á þskj. 171, og hann skýrði frá þeim, en meiri hl. n. gat ekki fallizt á þær og gat ekki tekið þátt í að flytja þær till. og leggur til, að þær verði felldar. — Ég skal ekki á þessu stigi málsins orðlengja frekar um þetta. Ég vona, að hv. flm. brtt. fái tækifæri til að gera grein fyrir þeim, og læt nægja að benda á álit meiri hl. iðnn.