05.12.1945
Neðri deild: 49. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1081 í B-deild Alþingistíðinda. (1796)

60. mál, raforkulög

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. Ég hef gert fyrirspurn til hæstv. samgmrh. Ég skal endurtaka hana, ef hæstv. ráðh. vildi gefa skýringu. Ég spyr um, hvernig skilja beri brtt. n. undir fyrsta staflið um, hvað víðtækt væri hægt að heimila og ákvarða um byggingu raforkuvera, hvort þessi ákvæði gætu ekki tekið til þeirra framkvæmda, sem hafðar eru í huga, svo framarlega sem þær uppfylla þau skilyrði, sem tekin eru upp í till. og ráðh. getur að öðru leyti fallizt á.