03.12.1945
Neðri deild: 47. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1123 í B-deild Alþingistíðinda. (1875)

81. mál, embættisbústaðir héraðsdómara

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson) :

Vitanlega snertir þetta mál ekki aðra staði en þá, sem þörf er fyrir umbætur á, hvort sem það er nú Reykjavík eða aðrir staðir. Ég hef sagt það alveg óviljandi, ef skilja hefur mátt orð mín þannig, að alls staðar annars staðar nema í Reykjavík væri ólag á þessum málum. Ég vildi ekki hafa sagt það, og ég held ég hafi ekki sagt það. Ég veit til þess, að héraðsdómari utan Reykjavíkur hefur aðeins eitt herbergi. Ég hygg, að dæmi þess finnist ekki víða og áreiðanlega ekki hér í Reykjavík.