10.04.1946
Efri deild: 103. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1242 í B-deild Alþingistíðinda. (2152)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Hv. 1. þm. Reykv. fór fram á það í gær að fá þessum umr. frestað vegna ákvæðis 17. gr. um að fella niður hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað. Vil ég benda á, að samkomulag hefur orðið um þetta við hv. 6. þm. Reykv. En út af aths. frá 1. þm. Reykv. þá leyfi ég mér að leggja fram skrifl. brtt. við brtt. á þskj. 710, og leyfi mér að afhenda hæstv. forseta hana. Síðan hefur komið fram brtt. á þskj. 726 um, að Loftsstaðasandi í Árnessýslu verði bætt inn í B-flokk 2. gr. frv., og mun ég sem form. n. ekki hafa neitt á móti því, að hún verði samþ.

En út af því, sem ég bað hæstv. forseta um í gær, þá sé ég nú ekki ástæðu til annars en þetta verði borið undir atkv. í þeirri röð, sem það liggur fyrir.