06.02.1946
Neðri deild: 64. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1360 í B-deild Alþingistíðinda. (2264)

149. mál, virkjun Sogsins

Jörundur Brynjólfsson:

Það er vegna þess að ráðh. o. fl. töldu þetta frv. vera í samræmi við raforkufrv., sem nú liggur fyrir Ed. Í því frv. er talað um hámark á stöðum öðrum en ríkisveitum, 2 þús. hestöfl, en hér er gert ráð fyrir, að Reykv. geti virkjað og rekið 50 þús. hestöfl. Þetta sjá allir, að er ekkert samræmi. En ef þetta ætti að vera samræmi, yrði ríkið að reka þessa fyrirhuguðu stöð, nema 2 þús. hestöfl af henni, en í þessu frv. er gert ráð fyrir, að Reykv. reki stöðina alveg á eigin reikning. — Sérfræðingar hafa álitið, að ríkisrekstur sé það heppilegasta og hagkvæmasta. Þess vegna skil ég ekki, að þetta frv. sé gert með ráðum þeirra.

Það var misskilningur, að eftir gömlu lögunum væri ríkinu ekki heimilt að gerast aðili að virkjun Ljósafoss þegar í upphafi.