21.03.1946
Neðri deild: 92. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1365 í B-deild Alþingistíðinda. (2282)

149. mál, virkjun Sogsins

Jörundur Brynjólfsson:

Það þýðir raunar ekkert að ræða um þetta. Það sannaði að vísu ekkert, sem hv. 11. landsk. sagði. En ef það væri lagaskylda, að ríkið gerðist aðili að virkjuninni, gæti það ekki skotið sér undan því, en að öðrum kosti verður það ætíð vilji Reykjavíkur, sem ræður, og við því á löggjafinn að sjá, að engra hlutur sé fyrir borð borinn.