16.04.1946
Neðri deild: 112. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1642 í B-deild Alþingistíðinda. (2364)

184. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Páll Zóphóníasson.:

Herra forseti. Mér skilst, að ef þetta frv. verður að lögum, verði að breyta núgildandi formi á skattskýrslum, en eins og kunnugt er, er nú búið að útfylla skattskýrslur fyrir síðasta ár og þess vegna ómögulegt fyrir skattstjóra og hreppstjóra að fá þær upplýsingar, sem krafizt er. Ég lít svo á, að ekki sé hægt að fullnægja þessum ákvæðum fyrr en nýtt form er komið á skattskýrslur, en þá getur hagstofan fyrst fengið þessar upplýsingar 1947. Þess vegna flyt ég brtt. við 2. gr. frv., þess efnis, að í stað þess, að lögin öðlist þegar gildi, komi: 1. jan. 1947. Ég lít svo á, að þótt skattstjórar og hreppstjórar væru allir af vilja gerðir, gætu þeir ekki fullnægt ákvæðum þeim, sem nú eru í 2. gr. frv.