04.04.1946
Efri deild: 99. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1663 í B-deild Alþingistíðinda. (2443)

105. mál, íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum

Frsm. (Haraldur Guðmundsson) :

Herra forseti. Ég átti von á, að það yrðu komnar til hv. d. brtt. frá hv. þm. Str., sem hann var búinn að boða við þetta mál. (Forseti: Þeim var útbýtt). Það lítur út fyrir, að þær séu á leiðinni, svo að það er hægt að byrja þess vegna.

Þetta mál hefur legið alllengi hjá heilbr.- og félmn., áður en það hefur fengið þá afgreiðslu, sem það nú hefur fengið. Ég geri ráð fyrir, að hv. þdm., þegar þeir sjá, hve margar brtt. eru fluttar við frv., muni gera sér ljóst, hver er meginástæðan til þess, að frv. hefur legið svo lengi hjá n., sem sé sú, að skoðanir manna um málið voru allmjög skiptar. Tók því að sjálfsögðu nokkurn tíma að samræma þær. En ég ætla, að allir nm. hafi verið sammála um höfuðatriði þessa máls, sem sé það, að ástandið í húsnæðismálunum væri svo gersamlega óviðunandi, að rík ástæða væri til þess, að það opinbera tæki upp sérstakar aðgerðir til þess að bæta úr því. Hitt var nokkur meiningamunur um, hverjar leiðir skyldi velja. En einmitt fyrir það, að allir nm. voru sammála um, að úr þessu ástandi, sem verið hefur í þessum efnum, þyrfti að bæta, varð samkomulag um það, að hver nm. slakaði til fyrir öðrum nokkuð, og bera brtt. á þskj. 670, sem n. flytur, þess glöggan vott, að nefndarmenn hafa reynt að mæta hver öðrum í þessu efni. Þó eru nm. ekki bundnir við hverja einstaka brtt. hver fyrir sig, sem n. flytur. Og eins er um hinar brtt., sem þeir flytja sér. En 4 nm. eru sammála um að mæla með þeim breyt., sem meiri hl. n. leggur til, að gerðar séu, og munu þeir fylgja málinu og afgr. það að sínu leyti á þeim grundvelli hér frá hv. d. Einn nefndarmanna, hv. þm. Str., tilkynnti hinum nm., að hann mundi bera fram sérstakar brtt. og að hans fylgi við frv. gæti oltið á því, hverja afgreiðslu þær brtt. fengju. En það eru 4. nm., sem hafa engan slíkan fyrirvara gert að því er snertir þær brtt., sem þeir flytja. Hygg ég, að það muni ekki raska fylgi þeirra við frv., þó að þær brtt. yrðu ekki samþ.

Ég skal þá víkja að einstökum brtt. frá n. á þskj. 670. 1. brtt. er við 2. gr., og efni hennar er, að það ákvæði, sem í l. er nú, um að sérstök nefnd, en ekki bæjar- eða sveitarstjórnir skuli meta, hvort þörf sé á, að það opinbera bæti úr húsnæðisástandinu, skuli fellt niður. Ég skal ekki fara mörgum orðum um þessa brtt. Meiri hl. n. lítur svo á, að þó að eðlilegt væri í byrjun að hafa ákveðna sérstaka nefnd til þess að fjalla um þetta, þá sé þess ekki lengur þörf, heldur megi leggja þetta undir bæjar- og sveitarstjórnir samkv. brtt.

Næsta brtt. er svo við 3. gr. A-liðinn má skoða aðeins sem leiðréttingu á prentvillu. En b-liðurinn hefur efnislega þýðingu. Samkv. frv. er gert ráð fyrir því, að þegar innlánsdeild er stofnuð í sambandi við byggingarsjóðinn, þá skuli þeir, sem eru búnir að safna nægilega miklu í innlánsdeildina til þess að greiða framlag sitt í kostnaðarverði íbúðanna, fá rétt til íbúðar, án tillits til þess, hvort aðrir, eldri í félaginu, hafa sótt um að fá íbúðir. En meiri hl. n. lítur svo á, að það sé ekki rétt að mismuna þannig mönnum, heldur að þessir menn gætu verið sérstök deild með sérstakri röð innan félagsins. Og að því lýtur þessi brtt.

Næsta brtt. er svo við 4. gr., síðustu mgr. Ætlazt er til samkv. brtt., að stjórn byggingarsjóðs ákveði, að fengnum till. stjórna byggingarfélaga og sveitarstjórna, hvers konar lánakjör eru hverju sinni veitt fyrir hvern flokk. En samkv. frv. er gert ráð fyrir, að það séu stjórnir byggingarfélaganna sjálfra, sem ákveði um þetta. N. lítur svo á, að það sé eðlilegt, að stjórn byggingarsjóðs ákveði um þetta, sérstaklega með tilliti til þess, að samræmi verði hjá sem flestum byggingarfélögum í þessu efni. En það er ekki tryggt, ef stjórn hvers byggingarfélags getur ákveðið um þetta. Þetta ákvæði er miklu þýðingarmeira nú en það ákvæði er í gildandi l., vegna þess að eftir frv. er gert ráð fyrir, að flokkarnir séu þrír, eins og sjá má á 4. gr., og mismunandi framlag tilskilið í þessum þremur mismunandi flokkum.

Næst er svo brtt. við 6. gr. frv., 4. tölul. í brtt. Fyrsta brtt. undir þeim tölul., a-liður, er aðeins afleiðing af brtt. við 4. gr., að það, sem þar um ræðir. sé ekki ákveðið af stjórn byggingarfélaga, heldur í samræmi við þær reglur, sem stjórn byggingarsjóðs setur. — B-liður í 4. tölul. brtt. er við 2. málsl. 8. tölul. 6. gr. frv., og er efni hans það, að ef íbúðir eru seldar, þá er heimilt að hækka verðið frá því, sem er raunverulegt kostnaðarverð íbúðarinnar, sem svarar vísitöluhækkun byggingarkostnaðar á þeim hluta kostnaðarverðs íbúðarinnar, sem fallið hefur í gjalddaga og verið greiddur af seljanda, þegar sala fer fram. Enn fremur skal bæta við virðingarverði þeirra umbóta, sem á sama tíma hafa verið gerðar, og draga frá hæfilega fyrningu. N. telur eðlilegt að hafa þetta þannig, en hins vegar telur n. óeðlilegt, að sams konar hækkun verði látin koma til sem greiðsla fyrir íbúð í sambandi við þann hluta kostnaðarverðs, sem seljandi hefur aldrei greitt, heldur flyzt yfir á hinn nýja kaupanda að borga. — Um c-lið er ekki ástæða til að hafa mörg orð. Þar er aðeins um orðabreyt. að ræða. Sama máli er að gegna um d-lið.

5. tölul. brtt. er við 7. gr., um að við fyrri málsl. gr. bætist á eftir orðinu „verzlun“ : dagheimili, leikskóla fyrir börn og mötuneyti, þ. e. a. s., að þar, sem um sambyggingar eða sérstök hús sé að ræða, sé heimilt að telja með í byggingarkostnaði þetta, sem upp er talið og nauðsynlegt er til að fullnægja heimilisþörfum íbúanna. Það er mikið hagræði fyrir íbúana að fá þetta innifalið í því sameiginlega láni.

Þá er brtt. við 8. gr. um stjórn byggingarsjóðs. Samkv. frv. er gert ráð fyrir, að 4 af 5 stjórnendum byggingarsjóðs séu kosnir af Alþ. með hlutbundinni kosningu, en að fimmti maðurinn sé tilnefndur af ráðh. Meiri hl. n. leggur til, að allir þessir 5 menn. séu kosnir með hlutbundinni kosningu af Alþ., en síðan tilnefni ráðh. einn af þeim 5 mönnum sem form. stjórnarinnar. Ég skal taka fram fyrir mitt leyti, að ég hefði talið eðlilegt að fylgja fyrra fyrirkomulaginu í þessu efni. En ég get til samkomulags sætt mig við að hafa þetta eins og hér er lagt til í brtt. Þá er einnig lagt til í þessari brtt., að sú heimild, sem sjóðsstjórninni er í frv. veitt til þess að lána fé sjóðsins á milli deilda, sé bundin við það, að það sé aðeins gert til bráðabirgða. Þannig á að ganga svo frá því, að aldrei verði fest svo fé nokkurrar deildar sjóðsins, að það sé ekki tiltækt, þegar deildin þarf að nota það til húsbygginga á sínum stað.

Þá er brtt. við 9. gr. Það ákvæði skýrir sig sjálft. Þar er lagt til, að bætt sé inn fyrirmælum um það, að ef það dragist úr hófi fram að skila reikningum byggingarfélags í hendur byggingarsjóðs, þá skuli stöðva lánveitingu til viðkomandi félags. Og frestur til að skila reikningum er ákveðinn til 1. sept. næsta ár eftir reikningsárið, sem mun vera nægilegur tími.

Þá eru ekki fleiri brtt. við I. kafla frv. Um einstök atriði í brtt. annarra hv. nefndarm. skal ég ekki fjölyrða að sinni. E. t. v. vík ég að þeim á eftir, en fresta því, þar til þeir hafa sjálfir mælt fyrir sínum brtt.

Við II. kafla frv. eru svo fluttar brtt. af n. Fyrst 8. brtt., við 12. gr. frv., um að sú gr. falli niður, vegna þess að n. álítur, að hún sé óþörf. Það eru leifar frá því er l. var breytt síðast, því að nú er byggingarsjóðurinn aðeins einn.

Þá er næsta brtt. við 14. gr. frv., og ber að líta á þá brtt. í sambandi við 12. brtt., sem er um, að 17. gr. frv. falli niður. Í þessum tveimur brtt. er í raun og veru fólgin meginbreyt., sem n. leggur til, að gerð sé á þessum kafla frv. Samkv. 17. gr. frv. er gert ráð fyrir því, að ekki megi starfa nema tvenns konar byggingarsamvinnufélög á sama stað, til þess að þau geti notið fríðinda, sem þessi l. veita. En samkv. brtt. félmn. er horfið frá þessu og í staðinn gert ráð fyrir því, að undir ákvæði l. geti komizt byggingarfélög, án tillits til íbúatölu á hverjum stað, að uppfylltum þeim skilyrðum, sem í brtt. eru sett og annars staðar í þessum kafla frv. getur. En þessi skilyrði eru, að ef menn vilja stofna byggingarsamvinnufélag, megi 15 menn eða fleiri á stöðum með færri en 1000 íbúa stofna byggingarsamvinnufélag, sömuleiðis minnst 30 menn á stöðum með 1000 íbúa eða fleiri utan Reykjavíkur og 50 í Reykjavík, ef þessir aðilar hverjir fyrir sig uppfylla skilyrði og ákvæði l. um stofnun slíkra félaga að öðru leyti, og eiga þeir þá samkv. brtt. að fá rétt til fjárgreiðslu, sem í l. greinir, án tillits til þess, hvort fleiri sams konar byggingarfélög eru starfandi á staðnum. Um þetta voru nokkuð skiptar skoðanir í n., bæði um það, hvort vert væri að hafa þannig ótakmarkaðan fjölda byggingarfélaga á hverjum stað, og eins við hvaða meðlimatölu ætti að miða. En meiri hl. n. var sammála um að kveða ekki öðruvísi á um þetta en hér er gert í brtt.

Þá er næst brtt. við 15. gr. frv. Sú gr. lýtur sérstaklega að því, að ef bæjarfélag eða sveitarfélag vill með þátttöku borgaranna stofna samvinnubyggingarfélag, þá geti það komizt undir ákvæði l., og er þetta sett þannig m. a. með það fyrir augum, að talið er, að líklegt gæti verið, að það þætti hagkvæmt, að félagsskapur manna, sem á lóðir með gömlum, lélegum eða litlum húsum á lóðunum, en ekki hefur fjárráð til þess að nota lóðirnar til fulls, gæti myndað félag með þátttöku bæjarins, til þess að byggja hæfileg hús á þessum lóðum. Brtt. n. hnígur að því að taka það ákvæði burt, að ákvæði gr. eigi aðeins við þá, sem ekki eiga íbúðarhúsnæði, með tilliti til þess, sem ég áðan gat um. En að öðru leyti er þessi viðkomandi gr. frv. óbreytt eftir brtt. n.

11. brtt. er við 16. gr. og fjallar um sama efni og brtt., sem ég gat um áðan, um ákvæði í kaflanum um verkamannabústaðina, þ. e. a. s. um það, í hvaða röð þeir eigi að koma inn, sem safna fé í innlánsdeild. Brtt. lýtur að því, að ákvæði frv. þar að lútandi skuli orða um og í það horf, sem n. leggur til í sambandi við verkamannabústaðina, að félagsmenn sitji ekki fyrir um að fá íbúðir vegna þess eins, að þeir hafi safnað vissri fjárhæð í innlánsdeild.

Þá er í 12. brtt. lagt til, að 17. gr. falli niður, þannig að ekki sé takmörkuð tala byggingarfélaga, sem vera megi á hverjum stað, til þess að fá að njóta réttinda laganna.

13. brtt. er við 20. gr. og er aðeins leiðrétting á prentvillu.

14. brtt., a-liður, er við 22. gr., 1. málsgr., er fjallar um það, við hvaða verði megi selja hús eða íbúðir, sem falla undir þessi lög og byggð eru með þeim opinberu fyrirgreiðslum, sem þau gera ráð fyrir. Í frv. er gert ráð fyrir því, að söluverð þessara íbúða megi ekki vera hærra en kostnaðarverð. að viðbættum endurbótum, að frá dreginni hæfilegri fyrningu. Er þetta í samræmi við það, sem var í upprunalegu l. um þetta efni. Nú mun þó hafa verið slakað þar nokkuð á, þannig að tekið er tillit til byggingarkostnaðar á hverjum tíma, þegar sala fer fram. Enda er lagt hér til af n., að söluverð þessara íbúða megi fara allt upp undir það, að það samsvari hækkun á kostnaðarverði í samræmi við það, sem vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað á tímabilinu frá því að maðurinn hefur eignazt íbúðina og þangað til hann selur hana.

Má segja, að munur sé gerður í þessu efni á byggingum samvinnufélaga og verkamannabústöðum, því að um verkamannabústaðina má slík verðhækkun eftir brtt. n. aðeins koma til greina á þeim hluta kostnaðarverðsins, sem fallinn er í gjalddaga, en hér á þessi verðhækkun við allt stofnverð íbúðarinnar. En meiri hl. n. lítur svo á, að þessi munur sé ekki óeðlilegur, þegar tekið er tillit til þess, að ekki er ætlazt til þess, að það opinbera leggi fram nokkurn beinan styrk til samvinnubygginganna, heldur standi félagsmenn þar sjálfir undir kostnaðinum að öllu leyti, bæði greiðslu afborgana og vaxta, en fyrirgreiðsla þess opinbera sé sú ein að greiða fyrir því með ábyrgð og lántökum, að fé fáist til bygginganna.

14. brtt., b-liður, er í raun og veru aðeins leiðrétting, þar sem niður hefur fallið orð í prentun.

Þá er 15. brtt. við 23. gr. frv. En í 23. gr. frv. eru ákvæði um það, að ef félagsmaður selur hús hærra verði en leyfilegt er, þá á sá hluti söluverðsins, sem umfram er það, sem leyfilegt er, að renna í sjóð félagsins, en ekki vera eign seljanda. Og til þess að ókleift sé að fara í kringum þetta, er ætlazt til, að sú kvöð sé lögð á kaupandann, að hann verði að inna þennan verðmismun af hendi, ef seljanda brestur getu til þess. En sá fyrirvari er þó settur í frv., að kaupandi greiði þetta því aðeins, að það sannist, að honum hafi verið kunnugt um, að brotið hafi verið gegn þessum ákvæðum. Nú telur n., að augljóst sé, að félagsstjórnum sé í langflestum tilfellum ómögulegt að bera fram sannanir um, að kaupanda hafi verið það kunnugt, að íbúð hafi verið of háu verði seld, þannig að þetta ákvæði, eins og það er í frv., komi engan veginn í veg fyrir brask, heldur þurfi, ef á að fyrirbyggja brask með íbúðirnar, að setja inn það ákvæði, að kaupandi verði að sanna, að hann hafi verið óvitandi þess, þegar hann keypti, að íbúðin hafi verið of háu verði seld, ef hann á að geta losnað við greiðslu á þessum verðmun. Og brtt. n. hnígur að því, að svo verði þetta haft.

Þá ber n. ekki fram fleiri brtt. við þennan kafla. En rétt þykir mér að geta þess, að um 27. gr., sem lýtur að uppdráttum, og um 16. gr., sérstaklega c-lið, muni n. ræða saman áður en málið verður tekið til 3. umr.

Þá vík ég næst að III. kafla frv. og brtt. við hann. Þær eru flestar orðabreyt. Ég hygg, að 16., 17. og 18. brtt. raski ekki að neinu ráði efni frv. Þessar brtt. eru nokkuð um röðun og um að setja sumt nokkuð á annan veg fram. En veruleg efnisbreyt. er með þeim ekki hugsuð, að öðru leyti en því, að í frv. er gert ráð fyrir, að hvert sveitarfélag sé skylt að ljúka framkvæmdum sínum um að bæta úr þörfum þeirra, sem búa í heilsuspillandi íbúðum, á fjórum árum. Meiri hl. n. leit svo á, að varla væri gerlegt að ákveða þetta svo fast í l., að þessu skyldi lokið á 4 árum, heldur leggur til í 17. brtt., við 31. gr., að orðalaginu um þetta verði breytt þannig, að sagt sé um þetta: „og skal stefnt að því, að henni verði lokið á fjórum árum.“ Eins og frv. er nú, er beinlínis ákveðið, að þetta skuli gert á fjórum árum. Að öðru leyti held ég, að ekki sé um efnisbreyt. að ræða í sambandi við 16., 17. og 18. brtt. n.

19. brtt. er um efnisbreyt. Í frv. er gert ráð fyrir, að til húsa, sem byggð eru samkv. ákvæðum þessa kafla, skuli afla fjár með þeim hætti, að ríkissjóður leggi fram 1/10 hluta af kostnaðarverði, hlutaðeigandi sveitarfélag 1/10 hluta, en 8/10 hluti leggi ríkissjóður fram sem lán til fyrirtækisins. Enn fremur, að ef sveitarfélag getur ekki sjálft aflað sér upphæðar, sem svarar til 1/10 hluta kostnaðarverðs húsanna, þá sé því heimilt að taka lán í þessu skyni og ríkissjóði þá skylt að ábyrgjast lánið. En n. leggur til, að þessu verði breytt þannig, að framlögin verði ákveðin 10% byggingarkostnaðar af ríkissjóði, 15% af sveitarsjóði sem vaxtalaus lán til 50 ára, en felldur sé niður réttur sveitarfélaganna til þess að heimta ríkisábyrgð fyrir þessum 15% lánum, ef sveitarfélag þarf lántöku í þessu skyni. Þetta er veruleg þrenging á ákvæðum frv. gagnvart sveitarfélögunum, þannig að sveitarfélögin þurfa meira á sig að leggja til þess að geta notað sér ákvæði l. En hæstv. ríkisstjórn hafði rætt við einstaka menn í n. um þetta atriði, og taldi ríkisstj. ekki fært að ganga lengra í þessu efni en hér er gert ráð fyrir í brtt., og vildi n. ganga til móts við þessar óskir ríkisstj. — Aðrar till. um breyt. á þessari gr. eru svo afleiðing af þessari breyt.

20. brtt., við 34. gr., er svo afleiðing af breyt. á 33. gr., sem í brtt. er gert ráð fyrir.

21. brtt. er við 35. gr., um að 2. málsl. gr. falli niður. En hann er um það, að heimilt sé að gefa út sérstök ríkisskuldabréf í því skyni að afla fjár í þessu augnamiði, sem um getur í fyrri málsgr. 35. gr. frv., og að þau skuldabréf skuli vera undanþegin eignarskatti og hámarksvextir af bréfunum 3%. Meiri hl. n. leit svo á, að dálítið væri hæpið að leggja inn á þá braut að setja lagaákvæði sem þessi um skattfrelsi á þessum sérstöku skuldabréfum. Og það hefur oft verið rætt hér um þetta atriði í sambandi við lántöku ríkissjóðs. Ég skal ekki fara inn á almennar aths., sem menn hafa gert í því sambandi. En meiri hl. n. telur ekki — a. m. k. í sambandi við þetta mál — ástæðu til þess að setja þau lagaákvæði, sem þarna er gert ráð fyrir í frv.

Þá er brtt. nr. 22 við 36. gr. frv., um að 2. málsgr. þeirrar gr. orðist eins og þar segir í brtt. Þetta er í raun og veru aðeins orðabreyt., sem farið er fram á, en ekki nein veruleg efnisbreyt., og er þarna tekið upp að nokkru leyti orðalag, sem í frv. var, en fyllra og greinilegra.

Þá hef ég lokið að drepa á brtt. n. við III. kafla frv., og kemur þá næst IV. kafli. — Þar er um mjög veigamikla breyt. að ræða eftir till. n:, sem sé þá að fella niður öll ákvæði 40.44. gr. frv. og sameina þau í eina gr., sem sé orðuð eins og segir í 23. brtt. n., þ. e. a. s. öll nánari fyrirmæli um skýrslusöfnun, hversu henni skuli hagað, hverjir skuli hafa hana með höndum, um nefnd, sem eigi að hafa umsjón með þeim málum, sem þessi l. fjalla um, o. fl., sem upp er talið í 44. gr. Þetta sé allt fellt niður og í stað þess sé ríkisstj. heimilt að ákveða skömmtun á byggingarefni og setja aðrar reglur í sambandi við þessi l. og framkvæmd þeirra, sem hún telur nauðsynlegt til þess að l. komi að haldi. Þ. e. a. s., framkvæmdin í þessum efnum er þannig á valdi ríkisstj., sem um leið á að meta það, hvort þörf sé slíkra aðgerða sem í kaflanum greinir. Ég tel þessa breyt. ekki til bóta. Þetta er till. frá meiri hl. n., og ég drep þá á mína sérstöku aðstöðu. Ég tel, að það sé heldur mikið að ætla ráðh. eða ríkisstj. að ákveða um þetta efni án þess um það séu settar nánari reglur en gert er í till., en tel þó, að þetta sé ekki það þýðingarmikið, að það hafi áhrif á fylgi mitt við málið, þó að brtt. verði samþ.

Brtt. við 45. gr., 24. brtt., er aðeins afleiðing af því, ef 23. brtt. verður samþ. 25. brtt., við 46. gr., er aðeins orðalagsbreyt. Hið sama má segja um 26. brtt., við 47. gr., þar er ekki um neinar efnisbreyt. að ræða. Aðrar breyt. eru svo bein afleiðing af þeim till., sem ég hef gert grein fyrir.

Ég hef þá gert grein fyrir þeim till., sem meiri hl. n. flytur hér, og greint frá heildarafstöðu n. til málsins. Um einstakar brtt. nm. skal ég að þessu sinni, til þess að stytta mál mitt, ekki segja annað en það, að þær, sem bornar voru undir n., þ. e. brtt. 668, frá hv. 6. þm. Reykv., og brtt. 679, frá hv. 4. landsk. þm., gat meiri hl. n. ekki á fallizt, og hefur það ekki áhrif á afstöðu flm. þeirra til frv. í heild sinni, hverja afgreiðslu þessar till. fá. Till. hv. þm. Str. hef ég ekki séð, en hann mun gera grein fyrir þeim og hefur látið þess getið, að hans fylgi við frv. geti oltið á því, hverja afgreiðslu þær till.