15.04.1946
Neðri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1710 í B-deild Alþingistíðinda. (2562)

105. mál, íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Eins og ég tók fram í fyrri ræðu minni, þá telja sérfræðingar, að nauðsyn sé að stækka rúmmál íbúða úr 500 teningsmetrum í 600 teningsmetra. Annars skal ég ekki fjölyrða um þetta meira, og ég skal taka brtt. mínar aftur til 3. umr.