10.04.1946
Efri deild: 103. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1496 í B-deild Alþingistíðinda. (2626)

29. mál, fræðsla barna

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Í sambandi við ummæli hæstv. ráðh. um, að hann þurfi heimild í lögum til þess að gefa mönnum frí frá störfum, þá vil ég benda á, að það hefur verið venja, að ráðh. hafi þetta í hendi sér, og má telja nokkur dæmi um það. Ég treysti honum til haustsins að fara með þetta vald og að hann muni ekki skapa hættuleg fordæmi, og auðvitað er ætlazt til þess, að menn ljúki námi á eigin kostnað, áður en þeir fá embætti. Þar sem þessi mál eru í hendi hæstv. ráðh., þá ætti því að vera óhætt til haustsins.