26.04.1946
Efri deild: 114. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2056 í B-deild Alþingistíðinda. (2914)

31. mál, menntaskólar

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég ræddi um það síðast, þegar mál þetta var til umr., að svo kynni að fara, að ég tæki aftur brtt., sem ég flutti við þetta frv. Og með tilvísun til þess, að hæstv. menntmrh. lýsti yfir, að það færi fram rannsókn á því, hvort tiltækilegt væri að láta Menntaskóla Reykjavíkur vera á þeim stað, þar sem hann hefur verið fram að þessu, tek ég brtt. mína aftur.