15.04.1946
Neðri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1815 í B-deild Alþingistíðinda. (2968)

194. mál, útflutningur á afurðum bátaútvegsins

Eysteinn Jónsson:

Ég vil benda á, að þetta mál er til meðferðar í n., og stendur til, að það verði tekið fyrir í fyrramálið. Þessi brtt. gerir málið stærra og beinir því inn á nokkuð aðrar brautir. Í fullri alvöru bið ég forseta að forða því að ræða slíkt stórmál um hánótt og vænti, að forseti og ráðh. sjái sér fært að fresta því til morguns, og umrædd n. fái þá um leið tíma til að athuga málið.