17.04.1946
Neðri deild: 113. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1826 í B-deild Alþingistíðinda. (2995)

194. mál, útflutningur á afurðum bátaútvegsins

Skúli Guðmundsson:

Eitt atriði er í þessu frv., sem ég vildi vekja athygli á, en það eru ákvæði þau, er samþ. voru hér við 2. umr. málsins í viðbót við 1. gr. frv. að tilmælum hæstv. atvmrh. Í fyrsta lagi: álagning skatta á hraðfrystihúsin. Í öðru lagi: ef söluverðið fer yfir ákveðið mark, þá skilst mér, að greiða eigi fiskframleiðendunum mismuninn. Ég held, að þetta ákvæði sé algert nýmæli. Eigendur hraðfrystihúsanna hafa keypt fiskinn fyrir ákveðið verð, sem hæstv. ríkisstj. hefur skipað þeim að greiða. Er þetta vitað mái. En síðan á að setja lagafyrirmæli um, að þeir skuli, ef salan gangi svona eða svona, greiða hluta af söluverðinu til annarra manna. — Ég bendi og á, að langt er frá, að ríkið verndi hraðfrystihúsaeigendurna fyrir tapi. Nú gæti vel svo farið um söluna, að 5 aura greiðsla á kg nægi eigi til að gera þá skaðlausa. Ég held, að hér sé verið að fara út á nýja braut í löggjafarstarfi. Ég vek athygli manna á því. Minnist ég þess ekki að hafa rekizt á hliðstæð ákvæði í lögum, en erfitt er að átta sig á þessu „í flughasti“.