16.04.1946
Efri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1867 í B-deild Alþingistíðinda. (3080)

30. mál, gagnfræðanám

Bjarni Benediktsson:

Ég benti á það við 1. umr. þessa máls, að ég teldi 2. mgr. 10. gr. óeðlilega. Þá var ekki hægt að halda uppi vörnum fyrir þessu ákvæði, en sagt, að þetta væri í fyrri l. um fræðslu barna. Nú flyt ég skrifl. brtt. þess efnis að fella þennan lið niður.

Þá vildi ég beina þeirri spurningu til hv. frsm., hvort ekki væri rétt að breyta ákvæðinu um orlof kennara til samræmis við það, sem er í l. um barnafræðslu. Barnakennarar munu ekki hafa neitt betra en aðrir kennarar og því ekki ástæða, að þeir hafi lakari rétt. En þótt gera eigi vel við kennara, þá ætla ég, að það sé ofrausn að gefa þeim skyldufrí tíunda hvert ár.